Ég vildi bara segja ykkur lítilega frá honum Kára en hann er dísarfugl og við kærastinn vorum að fá hann í dag. Upphaflega ætluðum við að fá okkur gára en svo var okkur bent á að kíkja til hans Tjörva í furðufuglar og fylgifiskar. Þegar við komum var verið að mata fugl en það var einmitt hann Kári, hvorugt okkar hafði kynnst fuglum að ráði og hvað þá séð svona gæfan fugl. Kári er víst frekar sjaldgæfur á litinn en hann er gulur, grænn, svartur og grár með appelsínugulum doppum í andlitinu....