Ég get vart orða bundist yfir því hvernig seljendur dvd diska á íslandi verðleggja vörur sínar. Tónleikar U2 sem gefnir voru út á DVD 26.11 síðastliðinn kosta 4999 krónur hjá Skífunni. Ef ég ætla síðan að versla hann af netinu og láta senda mér út á land bætist ofan á það sendingarkostnaður. Við erum þá að tala um næstum 5500 kr. fyrir diskinn. Til samanburðar kostar diskurinn 18,99 pund frá Amazon.co.uk í bretlandi eða 2930 krónur íslenskar. Á Amazon.com í USA kostar diskurinn 24,74 dollara...