Ég vil meina að paintball megi flokka sem “sport” frekar en “íþrótt”, líkt og er með stangveiði og skotveiði. Skemmtunin sem fólk hefur af þessum sportum er, auk sportsins sjálfs, ekki hvað síst vissar athafnir sem fylgja sportinu. Til dæmis er það ómissandi, ef maður ætlar í lax að yfirfara búnaðinn heima, hnýta ef til vill nokkrar flugur, fylla á tankinn á flottum jeppa og finna fallegan stað og veiða í góðra vina hópi. Þá skiptir ekki síður máli, þegar maður hefur krækt í einn eða tvo...