Ég keypti Warcraft 3 í gær og hann er algjörlega óspilanlegur á tölvunni minni vegna skjákortsvandamála. Ég get ekki spilað WC3 í Direct 3D, aðeins í OpenGL en grafíkin lítur hræðilega út og ég fæ um það bil 1 ramma á 2 sekúndna fresti :( . Ég er með DirectX 8.1 og nýjustu reklana fyrir skjákortið mitt (fann allavega enga nýrri á Windows Update). Ég keyri WC3 með engin önnur forrit í gangi, 640X480 upplausn með 16 bita lit og allar stillingar á lágu. Tölvan mín er með: 700 mhz AMD Duron...