Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvernig villt dýr haga sér í þyngdarleysi? Jæja, ég hef gert þónokkuð af því og þrátt fyrir að góna öllum stundum á Discovery Channel þá hefur þessari spurningu minni aldrei verið svarað til fullnustu. T.d með fuglana; ætli þeir geti blakað vængjunum og svifið tignarlega um í þyngdarleysi eða ætli þeir líti út fyrir að vera í krampakasti og hafi enga stjórn á svifi sínu líkt og menn virðast hafa, fljótandi um í þessum blessuðu blikkdósun...