Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

1.stk. Metallica-miði B-svæði á 6.500.- kr. (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 4 mánuðum
1.stk. Metallica-miði B-svæði á 6.500.- kr.(Upprunalegt verð) Kemst ekki á tónleikana og því þarf miðinn að seljast. Uppl. í síma 698 6165.

Hundar í íbúðarhúsnæði !!! (4 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Boð & bönn!!! Ef ég á hund og ætla að kaupa mér íbúð í Rvk er þá nóg að vera með sér-inngang eða þarf meira til eins og leyfi allra hinna í húsnæðinu. Það hlýtur einhver ykkar að hafa gegnið í gegnum þetta og því vita allt um málið. Helst vil ég fá staðreyndir en ekki, ég held svör. Ég hef fengið svo mikið af svoleiðis svörum í gegnum tíðina að ég er alveg ruglaður í rýminu. P.S segið mér frekar of mikið en of lítið… Með fyrirfram þökk Arnór Jóns

Til sölu Suzuki GS550 '84 á 70 þús (5 álit)

í Mótorhjól fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Er með Suzuki GS550 84 módelið mótorhjól til sölu. Keypti hjólið fyrir nokkrum árum og er nánast búinn að gera það allt upp. En nú vantar mig tíma og peninga, þannig að dýrgripurinn verður að fara. Það þarf að taka blöndunginn upp og vinna í bremsukerfinu til að koma hjólinu á götuna en annars en hjólið mjög vel og mikið gert upp. Eins og ég sagði þá vantar mig pening þannig að ég er tilbúinn að selja hjólið fyrir 70 þús. Ef plastskelin á hjólinu yrði sprautuð þá liti það eins út og nýtt....

Hundar í íbúðarhúsnæði !!! (3 álit)

í Hundar fyrir 21 árum
Halló, er búinn að surfa netið til að leita mér upplýsinga varðandi hundahald í fjölbýlishúsum. Þannig að mál með vexti að ég er í fasteignarkaupshugleiðingum en hef jafnframt hugsað mér að eignast hund í framtíðinni. Er búinn að finna lög um fjöleingarhús og samþykktir varðandi hundhald í hinum ýmsu sveitarfélögum. Út frá lesningu minni á þessum lagaskáki öllu saman skilst mér að maður þurfi ekki leyfi hinna í fjölbýlinu til hundahalds ef maður er með sérinngang. Er þetta rétt og á þetta...

Skydive DeLand Florida (0 álit)

í Hjól fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Er einhver dare-devil þarna úti sem hefði áhuga á því að fara með mér í fallhlífarstökksferð til Florída og læra dæmið frá grunni. Allir vinir mínir eru nefnilega aumingjar og þora ekki. Skydive er draumurinn og það er komið að því að láta þetta rætast. xskydive@hotmail.com

Hæfni dýra til að lifa í þyngdarleysi!!! (1 álit)

í Geimvísindi fyrir 22 árum
Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvernig villt dýr haga sér í þyngdarleysi? Jæja, ég hef gert þónokkuð af því og þrátt fyrir að góna öllum stundum á Discovery Channel þá hefur þessari spurningu minni aldrei verið svarað til fullnustu. T.d með fuglana; ætli þeir geti blakað vængjunum og svifið tignarlega um í þyngdarleysi eða ætli þeir líti út fyrir að vera í krampakasti og hafi enga stjórn á svifi sínu líkt og menn virðast hafa, fljótandi um í þessum blessuðu blikkdósun...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok