Reyndu aðeins, svona með smá vott af ásetningi, að ná utan um það sem ég er að segja. Þessi þráhyggja drengsins við það að tengja allt sem gerist hér á huga við Elvis Presley er sjúkleg og óheilbrigð. Svo bætir auðvitað ekki úr skák að hann virðist ekki senda inn efni tengt nokkru öðru, hvort sem er í formi mynda, kannana eða nokkurs annars. Það, elsku kallinn minn, er ekki heilbrigt.