Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Helgi Valur með frábæran leik (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fylkismaðurinn ungi Helgi Valur Daníelsson stóð sig frábærlega í sínum fyrsta leik í byrjunarliði með aðalliði Peterborogh samkvæmt fréttum á heimasíðu liðsins,www.theposh.com. Helgi var besti leikmaður Peterborogh samkvæmt www.sports.com og fékk hann átta í einkunn.

Valsmenn fá liðsstyrk (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Samkvæmt Morgunblaðinu þá mun Sigurbjörn Hreiðarsson skrifa í dag undir samning við Valsmenn. Sigurbjörn hefur að undanförnu verið á mála hjá sænska liðinu Trelleborg en fór fram á að verða leystur undan samningi. Þá eru tveir Rúmenskir leikmenn á leið til Hlíðarenda en nýbúið er að fylla út alla pappíra vegna hins umtalaða Schengen-samkomulags. Leikmennirnir sem um ræðir eru Constantin Stanici (31), miðvallarleikmaður sem á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmeníu (Held að ég fari með rétt mál...

ÍBV í Evrópukeppni? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Svo gæti farið að karlalið ÍBV í knattspyrnu myndi taka þátt í Evrópukeppninni næsta sumar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér rétt til þess á síðasta keppnistímabili. Íslensk lið eru það prúð á velli og fer því eitt íslenskt lið í svokallaðann “Fair Play” hatt. ÍBV fer í þennan hatt fyrir Íslands hönd ásamt 8 öðrum liðum víðsvegar úr Evrópu. Eitt lið verður dregið upp úr þessum hatti og fer sjálfkrafa í Evrópukeppni félagsliða. Hvít Rússar eru prúðastir og fer eitt lið úr þeirri deild...

Hvernig á Valur eftir að standa sig í sumar? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum

Króatar til Fram (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Tveir Króatar sem æfðu með Frömmurum á Kýpur fyrir skömmu eru væntanlegir til landsins 20.Apríl. Það eru þeir Mario Pajic (23) sóknarmaður sem hefur leikið með Cibalia í króatísku deildinni, og Mario Maric (26) miðjumaður sem hefur undanfarið leikið í Bosníu. Ekki eru Frammarar búnir að ganga frá öllum lausum endum varðandi komu Króatanna en mjög líklegt er að þeir spili í Laugardalnum í sumar.

Hvernig gengur á Spáni (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Flest af liðunum í Landssímadeildinni eru nú á Spáni að hita sig upp fyrir komandi átök. Ég ákvað að kíkja á hvernig hefur gengið hjá hinum og þessum liðum. Eyjamenn lögðu spænska liðið Lepe að velli 1-0 í gær. Sigurmarkið skoraði hinn þrjátíu ára Júgóslavi, Alexander Ilic, en hann hefur hingað til leikið mjög vel í liði ÍBV. KR-ingar unnu 2-1 sigur á spænska liðinu Cádiz í gær. Mörk KR skoruðu Einar Þór Daníelsson úr vítaspyrnu og Þórhallur Hinriksson. Tryggvi Bjarnason fékk svo rautt...

Áfram fellur Ísland á FIFA-listanum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
FIFA í dag út nýjan styrkleikalista. Athygli vekur að Þjóðverjar eru komnir aftur inn á topp 10 eftir gott gengi undanfarið. Við Íslendingar höldum áfram að falla og erum nú í 57. sæti sem er lækkun um þrjú sæti frá síðasta mánuði. Við erum þó enn fyrir ofan Litmanen og félaga í finnska landsliðinu. 1. Brasilía 2. Frakkland 3. Argentína 4. Ítalía 5. Portúgal 6. Tékkland 7. Spánn 8. Þýskaland 9. Paragvæ 10. Holland 11. Júgóslavía 12. Rúmenía 13. Mexíkó 14. England 15. Kólumbía 16. Noregur 17....

ertu hræddur að prufa snjóbretti (2 álit)

í Bretti fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Allir sem eru hræddir við að prufa snjóbretti eiga að fara upp í Bláfjöll fara svona eina til fjóra ferð í barnna lyftuna svo beint í stólinn ef þú dettur offt í barnna lyftuni það er allt í lagi það er léttara að fara í stólinn ég er búinn að fara einu sinni og fór beinnt í stólinn það var ekki erfit maður lærir á að fara í stólinn.

Dalvík - Þróttur Nes. (Fjarðarbyggð) (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Dalvíkingar sóttu ekki gull í greipar á móti Fjarðabyggð á Leiknisvelli þann 1. april. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á gervigrasi og máttu okkar menn þola stórtap fyrir þeim austanmönnum. Leikurinn byrjaði ágætlega, sótt var á báða bóga og nokkur ágætisfæri sköpuðust hjá báðum liðum. Leikurinn var nokkuð harður á köflum, og þurfti einn leikmanna Fjarðarbyggðar að hverfa af velli á sjúkrabörum eftir samstuð við varnarmenn Dalvíkur. Á 28 mín dró til tíðinda, Gummi Kristins tók...

Grindvíkingar í Inter toto (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Grindavík dróst á móti liði frá Azerbajan í fyrstu umferð og eiga þeir fyrri leikinn heima 16/17. júní. Sigurvegarinn úr þeirri umferð spilar svo við lið frá Sviss í 2. umferð. Ef þeim tekst að leggja það lið fá þeir lið frá Hollandi, Lettlandi eða Írlandi í 3. umferð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok