Tryggvi Guðmundsson varð næstmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk í dag. Tryggvi skoraði tvívegis fyrir Stabæk sem vann Moss, 7-2, á útivelli og gerði samtals 15 mörk í deildinni, tveimur minna en Harald Brattbakk sem skoraði einnig tvö mörk þegar Rosenborg sigraði Brann, 5-0. Eftir þetta getur Atli Eðvaldsson ekki litið framhjá stráknum. Þá skoraði Bjarni Þorsteinsson eitt marka Molde sem gerði jafntefli, 3-3, við Sogndal. Teitur Þórðarsson og lærisveinar...