Móðurást Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar er komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og ótt, auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er hin grátna sem gengur um hjarn, götunnar leitar og sofandi barn hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þver- hún orkar ei áfram að halda. ,,Sonur minn góði, þú sefur í værð, sérð ei né skilur þá hörmunga stærð sem að þér ógnar og dynja á fer. Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér saklausa barninu að bjarga....