Þú kannast kannski við mig sem gaurinn í síða frakkanum, með barða stóran hattin yfir lubbanum. Með kaffibolla í vinstri hendi , kveikjarann í þeirri hægri og með sígarettuna lafandi í kjaftinum. Hvað menningu varðar tel ég mig æðri öllum, málfarið vandaðra, margslungara, þvi það rímar allt í hausnum á mér. Tónlistin er kraftur, bilaðar melódíur, trylltir gítarar, öskrandi synthar, allt á mis. Allt eins. Skórnir eru farnir að slitna, leðrið er snjáð, Í fyrirmyndir mínar vitna, vitneskju...