Ég er fastur í óendanlegum Rómeó komplex, tilbúinn að deyja fyrir Júlíu, tilbúinn að deyða fyrir ástina. Reiðubúinn að hunsa allt rökrænt og hlýða hjarta á síðasta snúningi Fylla æðarnar með eitri, hlusta á hvera einustu frumu öskra eftir þér. Leggjast til óendanlegs svefns með lyktina af þér í nösunum. Ég er fastur í yfirrómantískum ástarkomplex Rósir, rauðvín, ráðabrugg ljóð, loforð og losti. Shakespear, súkkulaði, söngvar Amor, Saffó og Plató. Í dramatískum óraunveruleika sannrar ástar,...