Lífið er pólitík. Það er staðreynd sem erfitt er að horfa fram hjá og hún er augljós ef tekið er tillit til þess að lífið snýst mikið um ákvaraðanatöku einstaklingsins, völd hans og áhrif, atvinnu og menntun, eignir og áhugamál og síðast en ekki síst fjölskyldu hans. Maðurinn er að mörgu leyti ráðandi um eigið líf, en því fer fjarri að hann sé einráður um það. Inn í líf mannanna koma nefnilega úr hendi stórnmálanna meiri og fleiri áhrifaþættir en margan grunar. Í þjóðfélögum eins og því sem...