Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

andrea
andrea Notandi frá fornöld 47 ára kvenmaður
162 stig
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream

Kettir (0 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Lítill sætur kettlingur.

Ný yahoo grúppa um Ásatrú (3 álit)

í Dulspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hérna er slóðin inn áhóp um ásatrú. Ásatrú er lifandi trú og við viljum að sem flestir ræði um skoðanir sínar og viðhorf hér. http://groups.yahoo.com/group/asatru_island/<br><br><b> <a href="http://www.outwar.com/page.php?x=1619373"> FRÁBÆR SÍÐA!!!!!!</a></

Regnbogi að nóttu (0 álit)

í Vísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Halló Hugarar. Mig langar að vita hvort einhver hér hefur séð regnboga að nóttu. Ég sá þannig um miðjann nóvember og hef aldrei áður vitað til að þetta fyrirbæri sé til! Þetta var ótrúlega falleg og dulræn reynsla þar sem það var fullt tungl og ég var að koma úr hugleiðslu. Við vorum 3 saman að koma frá Hveragerði og sáum hann öll. Hann var svolítið eins og búið væri að taka mynd og inverta hana. rautt var með dálítið grænum blæ og gult var ögn bláleitt. Ég held að ég hafi sjaldan séð neitt...

Wicca námskeið (23 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mig langar til að þakka Snæuglu fyrir wicca námskeiðið sem hún er að halda. þetta námskeið er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og fræðandi. Við erum ekki mörg á námskeiðinu en þetta er þéttur og skemmtilegur hópur. það er ekki bara verið að kenna okkur heldur erum við að skiptast á skoðunum og kenna hvort öðru! ég persónulega er búin að vera að stunda wicca af og til í 3 ár. það er fyrst núna sem ég hef haft tíma til að einbeita mér og læra eins mikið og ég get um wicca. þetta námskeið er...

Hljómsveitin Ég (2 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mig langar bara að vita hversu margir hafa heyrt í hljómsveitinni Ég og hvað þeim finnst um þá stráka! Ég hefur verið að spila með Buff og Moonstyx. Þetta er kannski pínu plögg en ég er aðdáandi þeirra og langar að vita hvað öðrum finnst!!!

fantasíu bókasala (10 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Halló Hugamenn/konur Mig langar að vita hvort það er, að ykkar mati, raunhæfur möguleiki að opna bókabúð sem sérhæfir sig í vísindaskáldsögum, fantasíum og cult bókmenntum? Haldiði að þannig rekstur mundi vekja athygli ykkar og mundu þið versla við þannig verslun? Ef starfsfólkið væri sjálft á kafi í þess konar bókum og hefði skilning og áhuga á að gera alltaf betur við sína viðskiptavini, mundu þið fekar versla við þá búð heldur en t.d. mál og menningu eða eymundsson? Þetta er bara hugmynd...

Eyðsla í föt (28 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Halló halló. Mig langar að vita hvar fólk kaupir föt, afhverju það kaupir þau og hvað þið eyðið miklu í föt á mánuði eða ári. Ég er mikill tísku hatari og ef flíkin er inn þá er ég alveg deffinitly ekki í henni, meira að segja þó að mér finnist það flott. Ég hata að fá á mig stimpil um að vera fashion victim eða einhver tísku drós þannig að ég er bara einfaldlega í því sem mér finnst þægilegt. Ég eyddi 20.845 kr. í föt og skó á síðasta ári og er búin að kaupa mér kápu sem kostaði 6.990 kr. á...

Jerri er farin!!!! VEI!!! (2 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það var mikið að þau ösnuðust til að senda ljótu, vondu, leiðinlegu Jerri í burtu!!! Ég var í alvöru farin að halda að beyglan yrði með lengur og það hefði verið slæmt! Ég hefði viljað sjá þau kjósa hana út strax á fyrsta þingi hjá Baramundi…. en loksins fór hún. Ég vill að Amber verði send burt næst því þau hin eiga svo vel saman, svo að Nick fari því hann gerir aldrei neitt. Þau hin eru öll svo æðisleg!! Og Colby…. mmmmmm…. hann er sko algjör hunk!! Kannski ekki mikið á milli eyrnanna á...

Breyttur sýningartími frá 4. febrúar!!! (14 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Enn og aftur kemur RÚV og breytir og “bætir”. Ég fékk bréf frá manni að nafni Gunnar Þorsteinsson (gunnarth@ruv.is) sem sagði mér það að frá og með 4. feb. verður Star Trek sýnt á RÚV kl. 16.05 á sunnudögum. Spurningin er hvort það sé betra eða verra. Hann sagði mér líka að af og til yrði Trekkið fært til að rýma fyrir íþróttum. Ætlar RÚV aldrei að fara að líta á Star Trek sem “alvöru” sjónvarpsefni?

Sniðugir drykkjuleikir úr Star Trek :) (2 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Á heimasíðunni minni eru 3 sniðugir drykkjuleikir sem ættu að bæta hvert föstudagskvöld :Þ Endilega farið og skoðið, þið megið meira að segja copya þá :)

Get ég fengið tips? (1 álit)

í Blizzard leikir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég skrifaði um daginn og fékk endalaust af svörum en ég fékk ekki að vita neitt um WarCraft II!! Ég er búin að komast að fult af svindlum og notaði þau í einu borði en það var ekkert gaman því þá var allt svo fyrirsjáanlegt og ég nenni ekki að svindla meir. En bara svona til gamans… eru til fleiri svindl en þessi sem eru gefin á warcraft.com? mig langar að kunna þau ef ég kemst á borð sem ég get ekki :) Og líka … skiptir máli á battle.net hvort maður er human eða orc? er annað hvort liðið...

Nýr aðdáandi!!! (28 álit)

í Blizzard leikir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Halló Ég er nýbúin að kynnast Warcraft II og vantar allar þær upplýsingar um leikinn sem ég get fengið. Ég var um jólin hjá tengdó og þetta var það eina sem þau áttu þannig að ég var öll jólin í honum og fannst gegjað gaman. Ég held að ég sé að verða háð því ég hef ekki hugsað um neitt annað í allann dag :) Þið eruð náttúrulega öll súper góð í honum þannig að ég vil endilega fá tips og allt um söguna sem þig getið saggt mér. Takk…..

Börn og litir. (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mig langaði bara að vita hvort þið hérna vitið eitthvað um börn og hvaða liti þau sjá. Ein vinkona mín segir að allir litir nema svart, hvítt og grátt stressi börn og þau geri heldur ekki svo mikinn greinamun á litum hvort eð er. Hún er með 2 mán. son sinn í rúmi með svona svörtum og hvítum formum (þríhyrningar, hringir ofl.) og ætlar ekki að halda að honum litum fyrr en hann er um 6 mánaða því þá fari litir að skipta máli fyrir þroska. Eru þá öll leikföng svona litskær fyrir okkar hag,...

Vitiði hvað gerðist??? (9 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég var að labba heim í gær og þarf að labba framhjá kirkjugarði til að komast. Ég er ekki myrkfælin og er ekki vön að finna neitt svona “undarlegt” (reyndar hef ég séð svipi og hitt einn ærsladraug að ég held). En það sem skeði var UNDARLEGT. ÉG er sem sé að fara framhjá garðinum þegar ég finn óstjórnlega þörf til að labba inn í hann og það var eins og mér væri stjórnað. Ég gekk lengst inn í hann og þar stoppaði ég fyrir framan leiði. Manneskjan sem var dáin og grafin þar hét það sama og ég...

Ærsladraugur (5 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Mér hefur lengi þótt gaman að fræðast um drauga og anda ýmiskonar og langar að vita hvort einhverjir af ykkur hafa hitt drauga? Sérstaklega ef um ærsladrauga hefur verið að ræða. Þegar ég var 12 ára var frænka mín (köllum hana A.) 13 ára að passa í húsi neðar í götunni minni. Mömmur okkar voru báðar að vinna og enginn heima hjá henni. Um 12 leytið um kvöldið hringir hún í mig grátandi og biður mig um að koma til sín (tek það fram að við vorum alls ekki neinar vinkonur á þessum árum). Ég fer...

Fara inn á star trek og hjálpa okkur. (0 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Geriði það að fara inn á star trek og vera með í að fá almennilega tíma á trekkið sendiði meil á idd@ruv.is og mótmælið þessum fáránlega sýningartíma með okkur.

Tíminn á Trekkinu (4 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Mér finnst þetta hræðilegt. Maður gat treyst á að horfa á Trekkið á Sunnudögum í þynkunni :Þ eða bara í sunnudagsletinni. Núna þarf ég að láta taka allt upp fyrir mig og horfa á það hjá vinum mínum því ég á ekki vídeó!!! Það er bara og mikið hassel og ég er að verða eins og allir hinir….. ekki trekkari. Þetta er sorglegt og ég VIL að við trekkarar sameinumst og gerum eitthvað. Undirskriftalisti til rúv er gó hugmynd eða bara að allir sendi meil á idd@ruv.is sem er innlend dagskrárdeild hjá...

Á einhver trommusett og 4 rása upptökutæki? (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Er ekki einhver sem á trommusett sem hann vill losna við á skikkanlegann pening? Og/eða 4 rása upptökutæki á 20 þúsund eða minna? Mig vantar nefnilega svo jólagjöf handa kærastanum og þetta er það eina sem hann vill!!! Ég veit að þetta er ekki auglýsinga vefur, en það er bara svo miklu skemmtilegra fólk hér en á kassi.is ;Þ Endilega skiljið eftir skilaboð hjá mér…..
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok