RÚMENSKA sígaunahljómsveitin Fanfare Ciocarlia, sem er ellefu manna lúðrasveit, heldur tónleika hér á landi á Nasa 25. júní næstkomandi. Hljóðfæraskipan er þrír trompetleikarar, klarinettleikari, saxófónleikari, tveir hornleikarar, tveir túbuleikarar og tveir leika á trommu og slagverk. Tónlist hljómsveitarinnar er þó ekki lúðrasveitatónlist eins og Íslendingar eiga að venjast, minnir frekar á geysifjöruga klezmertónlist; hefðbundin danstónlist til sveita í Rúmeníu og víðar á Balkanskaga þar...