Undanfarið hef ég verið að lesa greinar hér á huga.is. Þessi lesning hefur verið mér fróðleg og áhugaverð, en eitt hefur angrað mig við lesturinn, stafsetning. Kann fólk ekki að stafsetja rétt? Stafsetning er ekki það eina, heldur einnig málnotkun og rökstuðningur. Að fólk skuli skrifa “ýmind” og “aldrey” er mér…ég er alveg orðlaus. Ég spyr: Af hverju er ritun jafn slæm og raun ber vitni? Er menntun ekki að skila sér til unga fólksins eða er þetta almenn framþróun í tæknivædda samfélagi...