Sælir. Um daginn var ég að kaupa mér fyrsta bílinn minn, Hondu Civic LSi '92, 3 dyra. Eigendahandbókin fylgdi ekki með, né neinar aðrar upplýsingar. Ég fór á netið til að leita að upplýsingum um bílinn, en fann hvorki neitt á www.honda.com eða www.google.com . Mér dettur ekki í hug neinar aðrar leiðir til að finna upplýsingar um bílinn. Ef þið vitið um einhverjar góðar netsíður til að finna svona upplýsingar, eða leið til að nálgast eigendahandbókina, vinsamlega látið mig vita. Takk fyrir.