Jæja, fannst vera kominn tími á grein…..langa grein :) Að þessu sinni er það Þjóðverjinn Harald Bluechel sem verður fyrir valinu. Harald þessi á að baki langan feril í raftónlistinni, var ma. einn af frumkvöðlum transtónlistar ásamt ekki verri mönnum eins og t.d. Pete Namlook (FAX), Mijk van Dijk (Marmion), Jam&Spoon, Oliver Lieb ( Oliver Lieb, Paragliders og fullt af öðrum nöfnum) og Sven Vath. Svo byrjað sé á réttum enda, þá er Harald fæddur 1966 í Nurnberg. Hann fær fljótt áhuga á að læra...