Ég var að kaupa móðurborð, örgjörva, minni o.s.frv. til að setja saman sjálfur. Ég setti allt saman og kom öllu upp en svo er ég að lenda í því stundum að tölvan er endurræst sjálfkrafa. Það er ekki neinn vírus eða spyware á vélinni vegna þess að þetta hefur gerst frá upphafi og ég er búinn að skanna. Vinur minn lenti líka í þessu. Hann keypti sama móðurborð en það lýsti sér þannig hjá honum að það slökknaði á tölvunni að einhverju leyti en viftur o.fl. var áfram í gangi. Þegar hann slökkti...