Sælt veri fólkið, mig langaði nú bara til að gera smá könnun, Þannig er að ég er með AMD XP2000+ örra og einhverja 2000 kr heatzink + viftu sem ég keypti í TL, sem eru bara ekki að gera það sem ég vill að það sé að gera. Semsagt hitinn á örranum er svona 50 gráður undir zero álagi og fer í svona 60 til 63 gráður undir 100% álagi sem, allavega mér finnst frekar mikið. Nú var ég að spá í hvaða tegund af kælibúnaði allir aðrir nota til að kæla sína örra. Kv ahxxx