Nýlega kom út Delphi 7 og hef ég aðeins verið af fikta í því, en því miður er ég farinn að sjá það að þessi nýja útgáfa er ekkert alveg fullkomin. Mig langar að byrja á að segja að ég var einstaklega ánægður með delphi 6 og finnst það vera vel heppnað í flesta staði. Borland kynnir nú með delphi 7 .Net , Rave Reports, Intra Web componentarnir, support f. win Xp themes, endurbætt snap dót (biz, web, ofl) og með því mun betri XML integration, þeir eru líka eitthvað búnir að bæta debuggerinn...