Sænskur saksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur umsjónarmanna vefsíðunnar The Pirate Bay, og sakar þá um að hafa aðstoðað milljónir manna um allan heim við að brjóta lög um höfundarrétt. Á vefsíðunni deilir fólk með sér skrám með vísunum á efni á stafrænu sniðið, á borð við kvikmyndir, tónlist og annað höfundarréttarvarið efni. Vefurinn var stofnaður árið 2004 og nota á bilinu 10-15 milljónir manna hann að öllun jöfnu. Hakan Roswell, saksóknari, segir vefinn hafa tekjur af auglýsingum og...