Af hverju allt þetta diss hjá öllum !? eftir að hafa stúderað Iron Maiden hægri vinstri á mínum yngri árum þá þróaði ég tónlistarsmekkinn minn í aðra átt. Jújú þeir eru góðir en ég hlusta ekki lengur á þá. Þó kemur fyrir að ég hlusti á eitthvað gott lag með þeim.
Ef allir myndu gera það væru ekki þræðir hérna og þá væri ekkert gaman á huga…þetta er spjall þar sem notendur eiga að geta spurt spurninga og skipt á skoðunum.
Judas Priest eru ekkert lélegir bara höfða ekki til mín…En á ég að fara heim til þín og mata oní þig Nile, Suffocation, Necrophagist, Belphegor, Behemoth eða Vital Remains? :P
Ég er nú eiginlega á báðum áttum þó að mér finnist óþolandi að sjá þessar endalausu myndir af Judas Priest og fleiri böndum þá koma alltaf einhverjar aðrar myndir sem bjarga því en annars er ég það nýr hér að ég ætla ekki að tjá mig eitthvað frekar. Gott point hjá þér þarna samt, þegar ég var búinn að skoða þessar greinar þá áttaði ég mig á að þetta er sjaldséð í dag.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..