Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gleði - Kolla (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þessi mynd er tekin mánudagin 15 ágúst rétt fyrir kl 22 á Canon 20D með 50mm linsu og lýst aðallega með flassi með softboxi. Iso 200, F1.4 og 1/100 úr sek.

Hraði - Á ljóshraða (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Tekin með 20D á iso 100, f4 og 0.5 sek um 3 leytið í dag, glöggir geta eflaust áttað sig á því hvar hún er tekin.

Ný DSLR vél frá Canon (21 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Síðasta fimmtudag tilkynnti Canon arftaka 10D sem á að heita 20D. Helstu atriði sem er búið að betrumbæta frá 10D eru meðal annars þessi: 8.2mp nemi í stað 6.3mp en óbreytt stærð á nema. 9 AF puktar og ný uppröðun á þeim í stað 7 AF punktar. 0.2s í stað um 2s í “ræsitíma” og shutter lag er ekki nema 65ms í stað um 190ms. DIGIC II stýrikerfi í stað DIGIC sem er mun fljótari og notar minna rafmagn. EF-S mount sem tekur þá einmitt tvær nýjar linsur sem Canon kynnti sama dag ásamt 18-55mm linsu...

Ljósmyndun (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Tók þessa í gær á Canon EOS 10D með 24-85mm 3.5-4.5 linsu. Ég er ennþá að læra almennilega á vélina en ég gæti ekki verið sáttari við hana.

Model release form (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Er einhver með svoleiðis eyðublað sem ég get fengið að afrita? Ég hef fundið nokkur á ensku sem eru orðaðar með lögfræði orðum og ég hreinlega nenni ekki að þýða þær.

Uppáhalds "leyni" tökustaðirnir ykkar (25 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Vill byrja á að segja að ég veit að þetta er nú varla efni í grein en það er ekki komin inn grein núna í rúmlega mánuð þannig að vonandi sleppur þetta við skítkast út af því. Ég tel mig vera aðallega landslagsljósmyndara þótt ég taki mikið af portrett og dýralífsmyndum og ég er alltaf að leita að nýjum og frekar óþekktum stöðum sem hafa ekki verið myndaðir frá öllum mögulegum sjónarhornum, eins og t.d. Gullfoss, Landmannalaugar og Þingvellir. Ég væri til í að heyra í ykkur varðandi þetta,...

Sigma 15-30mm 3.5-4.5 til sölu (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þessi linsa er til sölu, keypt á íslandi (fotoval) í júlí í fyrra og er því ennþá í ábyrgð. Hún er fyrir Canon EOS línuna, með EF mount s.s. Hún er ekki mikið notuð, ég tek kannski 10% af öllum myndum mínum á hana en hefur reynst mér mjög vel í t.d. landslagsmyndatöku. Hún hefur mest verið notuð á 10D og þá virkar hún sem 24-48 mm en það er líka hægt að nota hana á filmuvélar. Hérna er link á smá upplýsingar um þessa linsu -> <a...

Canon 24-85 3.5-4.5 USM linsa til sölu (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Linsan er tæplega 10 mánaða (lok mars 2003) og er ennþá í ábyrðg, keypt í BECO á langholtsveginum. Það sér nánast ekkert á linsunni enda hefur hún ávallt verið notuð með filter, glerið er allavega óaðfinnanlegt og það skiptir langmestu máli. Með fylgir kragi (lens hood) sem fylgir venjulega ekki með, 3 filterar: 1 UV filter frá Kaiser. 1 Polarizer filter frá B+W 1 ND filter 106 frá B+W (tekur 6 ljósop í burtu, tilvalið til að taka á tíma í dagsljósi, s.s. fossamyndir) Filterar og lens hood...

Ljósmyndun um áramótin? (12 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum
Jæja, þá fer að styttast í árið 2004 og flugeldasýninguna sem landsmenn setja á laggirnar fyrir mann á hverju ári (ég hef sjaldnast eytt meira en 2-3 kalli í flugelda) Ég er alveg viss um að einhver af þarna úti hefur einhver góð ráð hvernig er best að mynda ósköpin, ég hef svosem lesið mig til um þetta á erlendum kokum eins og á www.photo.net, www.robgalbraith.com og www.dpreview.com en þetta er svo sérstök “flugeldasýning” hérna hjá okkur að mér finnst ágætt að fá smá “input” hjá...

Ekkert mál (1 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ekkert mál, vonandi gat ég hjálpað eitthvað. Þetta með nafnið þá ert þú ekki sá fyrsti, skil reyndar ekkert í Canon að elta ekki D30 og D60 í nafnagjöf en svona er þetta bara… Mínar ráðleggingar með raw eru bara að prufa þetta, þú færð samt engann mun á upplausn og skerpu myndar svo að jpeg er mjög nothæft á þessum vélum. Þetta með að þú sért ekki sammála að það sé hægt að prenta myndir úr 10D á auglýsingaskilti. Sko… Þótt að myndin sé bara 3072x2048 skiptir engu. Þú interpolerar þetta með...

Verslun á netinu? (25 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég hef mikið verið að spá í að versla mér hluti í gegnum netið og þá bara af “stóru” síðunum eins og amazon.com eða bhphotovideo.com eða adorama.com. Hefur einhver reynslu af þessu, ég veit að það þarf að borga vask af þessu þegar þetta kemur til landsins en þetta er samt svo mikið ódýrara, sérstaklega núna þegar dollarinn er á 75 kall. Veit bara ekki alveg hvort ég þori að treysta á þessi fyrirtæki…
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok