Ljóseindir sem falla á sameindir lofthjúpsins geta dreifst frá þeim í ýmsar áttir vegna víxlverkunar við rafeindaský sem er í hverri sameind. Rafeindirnar geisla ljósinu aftur út í ýmsar áttir með sömu tíðni. Þetta fyrirbæri, sem nefnist Rayleigh-ljósdreifing (e. Rayleigh scattering), er sterklega háð öldulengd ljóssins og er um það bil 10 sinnum virkara í bláa enda sýnilega litrófssviðsins en þeim rauða. Líkur fyrir því að ljóseind breyti um stefnu við “árekstur” við sameind eru með öðrum...