Jæja, þá er komið að því. Einhverjar umræður hafa verið um það á Bf-league korkunum um hvort að núna væri ekki tíminn til þess að koma með landsliðakeppni. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Mín spurning er sú hvort að það séu einhverjir fleiri en ég áhugasamir um þetta. Ég veit allavega að í claninu sem ég er í, <TnS>, þá eru 3 aktívir Íslendingar og sá 4. mögulega að byrja aftur. Undanfarið hefur verið keppt alltaf í 8v8 svo að ég býst við því að við þyrfum um 12 manns í þetta allavega...