Sælt veri fólkið. Það vill þannig til að ég og greinarhöfundur fórum saman að sjá Hotel Rwanda. Viðbrögð hans komu mér verulega á óvart þar sem HR er að mínu mati stórgóð kvikmynd þó vissulega séu á henni einhverjir annmarkar. Þar ber helst að nefna tónlistina, en hún hefði mátt vera í betra samhengi við umhverfið. Þetta hefur þó alls ekki afgerandi áhrif á heildarupplifunina af kvikmyndinni. Eins er dregin full sterk lína á milli hútúa og tútsía, þar sem hinir síðarnefndu eru...