Ég held að nútímafólk sé með svo svakalega blandaðar skoðanir og sjónarmið að það á aldrei eftir að vera hægt að búa til mynd sem bara er “akkúrat” rétt fyrir alla. Margir hafa bombað ástarsenunni, rave-atriðinu og kossaatriðinu, hérna kemur mín túlkun: rave atriðið var magnað, mér er alveg sama þótt það hafi verið langt, myndin hafði alveg efni á því að byggja sig aðeins upp, þetta var mikilvægt atriði til að sýna hversu “frjálst” fólk var sem bjó í Zion, hvernig það túlkaði frelsi sitt með...