Þessar umræður um sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum, lækkun áfengisaldurins og reykingar á skemmtistöðum eru búnar að vera í samfélaginu nú í nokkurn tíma, og hef ég verið að fylgjast með þeim eiginlega frá upphafi. Þá aðallega vegna þess að þær hafa það allar sameiginlegt að ná til mín og minna jafnaldra. Svo við byrjum á áfengisaldrinum, þá er það einn af mínum hinstu draumum að þessi aldur lækki um 2 ár. Þá á ég við að fullorðinn 18 ára einstaklingur, sem hefur fullt sjálfstæði um...