Guns N' Roses var upprunalega stofnuð úr tveimur hljómsveitum, Hollywood Rose og L. A. Guns árið 1985. Upprunalegu meðlimirnir voru W. Axl Rose söngvari, Tracii Guns gítarleikari, Duff Rose McKagan bassaleikari, Izzy Stradlin gítarlekari og Rob Gardner trommuleikari. Seinna hættu Tracii og Rob í hljómsveitinni og hringdi þá Duff í gítarleikara að nafninu slash og trommuleikara að nafninu Steven Adler og fóru þeir í sveitina. Sveitin spilaði mest til að byrja með á klúbbum og smátónleikum og...