Forsvarsmenn japanska hátæknifyrirtækisins Sony óttast að ný leikjatölva fyrirtækisins, PlayStation 3, komist ekki á markað í vor eins og áætlað var. Ástæðan fyrir því er sú að enn á eftir að gefa leyfi fyrir því að nota ýmsar tækninýjungar sem verða í nýju leikjatölvunni, þar á meðal Blue-Ray geisladrif. Í nýju leikjatölvu Sony verður, auk þess að spila leiki, hægt að spila tónlistardiska og horfa á DVD-myndir en það er nú þegar hægt að gera með PlayStation 2 leikjatölvunni. Verði raunin...