Ég hef verið að gera tilraunir með að lita rósir undanfarin ár. Þetta kemur ansi skemmtilega út, og skal segja frá hvernig ég geri þetta. Ég kaupi hvíta rós/ir og sker aðeins af stilknum á þeim til að “opna” þær, síðan set ég þær í vatn með matarlit, það er flott að nota bláann, rauðann, og já, hvaða lit sem ykkur dettur í hug. Eftir smátíma sogast þetta litaða vatn upp í rósinu og litar æðarnar í blöðunum á henni, og gefur henni skemmtilegt “lúkk”. Ég hef líka klofið endann í tvennt, og...