Þú lætur hundinn setjast, passar uppá að það séu kjöraðstæður fyrir þjálfun, ró og næði, hundurinn saddur og óþreyttur og að hann þurfi ekki að komast á “klóið”, einnig að þú sért vel upplagður/upplögð. Þú lætur hann já setjast, tekur í hægri framloppuna og segir “komdu sæl/l”, verðlaunar hann með nammi, gerir þetta aftur og aftur, hann lærir að tengja saman “komdu sæll + lyfta fæti = nammi” Láttu smá tíma líða á milli þess sem þú segir “komdu sæl/l” þegar þú hefur gert þetta nokkrum sinnum,...