Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Zaluki
Zaluki Notandi frá fornöld 45 ára kvenmaður
1.488 stig
———————————————–

Upp um eitt sæti (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Við vorum í 14. sæti í september með alls 48881 flettingar! Alls ekki slæmt :)

Hlutir sem þarf að íhuga áður en maður fær hund (12 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ef þig langar að eignast hund, þá er ýmislegt sem þú þarft að hugsa um ÁÐUR en hundurinn kemur inn á heimilið. Hvaða tegund hentar mér best? Tegundirnar hér á landi eru margar og mjög ólíkar, sumar tegundir einfaldlega henta ekki sumu fólki, sumar tegundir eru orkumiklar, aðrar latar, sumar tegundirnar eru dóminerandi, aðrar ekki og svo fram eftir götunum. Kynntu þér tegundirnar vel áður en þú ferð út í það að fá þér hund, ekki fá þér Beagle bara af því hann var svo sætur í myndinn Dogs and...

Saumavél óskast! (0 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mig vantar saumavél, verður að vera í góðu lagi. Helst mjög ódýr eða jafnvel gefins. Ef þú átt eina auka sem þú vilt losna við, svaraðu þá þessum pósti eða sendu skilaboð :)<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

15. sæti í ágúst (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég var svolítið sein að setja þetta inn þennan mánuðinn, en við erum í 15. sæti í ágúst sem er MJÖG gott! Það vantaði ekki nema um 200 flettingar upp á að við værum í 14. sæti :) Endilega haldið áfram að senda inn efni hingað á síðuna, gerum þetta áhugamál enn betra. Adminarnir á hugi.is/hunda

Vandið málfarið! (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það hefur því miður borið mikið á því, sérstaklega í kjölfar umræðu um Dalsmynni að fólki verði ansi heitt í hamsi og sendi frá sér ýmis svör sem eru ekki sæmandi. Slík svör gera lítið annað en að espa aðra upp og færa umræðuna oft út í bölvaða vitleysu og leiðindi! Ég bið ykkur því að halda ykkur við efnið, ekki koma með ærumeiðandi “komment” um fólk og halda ykkur utan við persónulegar árásir. Það er engum til gagns að vera með dónaleg tilsvör og gæti jafnvel leitt til þess að umræðu um...

Uppáhalds dót og leikir ? (19 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hver eru uppáhaldsleikföng hundanna ykkar, og hvaða leikir finnast þeim skemmtilegastir? Uppáhaldsleikfang hundsins míns er skærgulur mini fótbolti sem er með ca 100 götum á núna eftir að hundurinn tók ástfóstri við hann. Þennan bolta nennir hann að þvælast með hægri vinstri og er vanalega það fyrsta sem er náð í þegar gesti ber að garði. Ef ég segi við hann “hvar er boltinn?” þá hleypur hann og fer að leita að honum og kemur ekki fyrr en boltinn er fundinn! Hann á líka svona tannhreinsi...

Shar-Pei hvolpar (4 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessar litlu tíkur á myndinni eru ekkert lítið sætar! Sjá þessi litlu skott að kíkja :) Verða þær alltaf svona mikið krumpaðar eða minnkar þetta eitthvað með aldrinum ? <br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Líkami fyrir Lífið .. (2 álit)

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nú var ég að skoða EAS heimasíðuna, og sá þessar vörur sem þar eru í boði, á misháu verði. Það eru allskyns pakkar í boði þarna, hvaða pakki hentar best manneskju sem ætlar í 12 vikna átak? Td einn pakki þarna sem heitir “Líkami fyrir lífið pakki”, dugir hann í þessar 12 vikur? (því þá finnst mér 32 þúsund ekkert svo mikið miðað við hvað maður eyðir í nammi og gos á 3 mánuðum) http://www.eas.is/vorur/pakkar/konu-LFL-pakki.html þetta er þessi LFL pakki sem ég er að spá í. <br><br>——————————...

Týr (1 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mikið er hann búinn að stækka mikið, orðinn alveg svaka fínn hundur bara. Svo sætar svona hvolpamyndir, hlutföllin á þeim eru svo yndislega ekki í lagi, eyrun á honum svona stór og sæt. Núna langar mig í HVOLP! =)<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

thank_you.pif (16 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er búin að fá 5 svona thank_you.pif í e-mail á 2 tímum núna frá fólki sem ég þekki ekki baun í bala. Nortoninn stoppar þetta sem vírus .. en veit einhver hvað þessi vírus gerir?<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Sendið inn efni á síðuna (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ef þið eigið myndir af hundunum ykkar, þá endilega sendið þær inn. Ef þið eruð ekki viss um hvernig á að minnka þær þá getið þið sent þær til mín á pandabeib@hotmail.com og ég get minnkað þær fyrir ykkur og sent ykkur þær svo til baka. Það er alltaf pláss fyrir greinar, en þær verða að vera amk 10 línur og ekki copy/paste af öðrum síðum(undantekningar eru gerðar í einstaka tilfellum). Greinarnar skal vanda eftir bestu getu, þá meina ég uppsetninguna á þeim, passa uppá línubilin, og að nota...

Hver ræður, ég eða hundurinn ? (42 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í ljósi frétta undanfarið um hunda sem eru að bíta börn til ólífs þá fór ég að leita að efni sem kemur því við, goggunarröð hunda. Þessi grein er ekki samin af mér, en ég ákvað að þýða hana og skella henni inn í von um að hún gæti hjálpað einhverjum þarna sem eiga í vandræðum með hundinn sinn. Er hundurinn að snúast gegn mér ? Hundar eru upprunalega komnir frá úlfum, og djúpt í þeim blundar eðlishvötin sem þeir hafa erft frá forfeðrum sínum. Til að geta búið með hundinum þínum og haft...

Ronya (3 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Alveg ofboðslega fallegur hundur sem þú átt mycat8me, eftir að hafa heyrt hvað hún er róleg og indæl þá er ég farin að spá í að fá mér Doberman hreinlega! :)<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

16. sæti í júlí og kannanir. (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Við mjökumst upp um eitt sæti á milli mánaða, erum komin í það 16. núna. Ég er alveg frábærlega ánægð með það, og mig langar að þakka ykkur hundahugarar fyrir að hafa tekið ykkur á í sambandi við skítkast hérna, mér finnst það hafa minnkað mjög mikið, endilega höldum áfram á réttri braut. Endilega haldið áfram að senda inn myndir, greinar og korka, en ekki verður tekið við könnunum fyrr en í endann ágúst vegna langs biðlista. Þeir sem senda inn kannanir hafið það í huga að kannanir eins og...

Blæðandi gómar .. (3 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hundurinn minn er alveg svakalega andfúll, hann gæti drepið fíl held ég með því að anda á hann. Svo blæðir úr gómunum á honum, td var hann að naga hundabein nýlega, og það vað eldrautt, og framlappirnar á honum líka. Mér finnst þetta svolítið óeðlieg blæðing, og mig grunar að hann sé með tannholdsbólgu, hann leyfir mér ekki að skoða almennilega upp í sig, þannig að ég verð að heimsækja dýralækninn. Vitið þið hvað er gert við svona ? Og ef hann þarf tannhreinsun, hvernig er það framkvæmt...

Hundurinn minn, hann Holyfield (11 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Eftir langa leit að rétta hundinum, þá er ég loksins orðin stoltur hundaeigandi! Ég tók að mér 5 ára Boxer hund, hann Holyfield, sem er svo yndislegur að ég er bara hissa. Ég vissi lítið sem ekkert um Boxera, og ætlaði svo sannarlega ekki að fara að fá mér einn slíkann, hélt að þetta væru engan veginn hentugir fjölskylduhundar, en annað kom nú á daginn. Hann er svo þolinmóður og góður við börnin, huggar þau ef þau gráta (sleikur af þeim tárin og “knúsar” þau), hann er yndislegur félagi í...

Stórt búr óskast (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er að leita að búri fyrir stórann Boxer karlhund, það skiptir ekki máli hvort að það sé úr plasti eða járni, á meðan það er í góðu ásigkomulagi. Þeir sem eiga búr og vilja selja .. svara korkinum eða senda skilaboð til mín :)<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Sómi (5 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Kæra Estherp .. innilegar samúðarkveðjur, Sómi var alveg roooosalega andlitsfríður hundur, á sumum myndunum sem ég hef séð af honum er eins og hann brosi :) <br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Barry White dáinn (2 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sá á mbl.is að Barry White hafi dáið í gærmorgun. Gæjinn var alveg snilld :) Það verða spiluð Barry White lög á mínu heimili í dag.<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

17. sæti í júní (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Áhugamálið okkar er í 17. sæti í júní af 147 áhugamálum, og ég verð að segja að ég er frábærlega ánægð með þann árangur hjá okkur. Mig langar líka að biðja ykkur um að sýna öðrum notendum hérna kurteisi og virðingu í tilsvörum, og hleypa ekki svörum við greinum og þráðum upp í bölvaða vitlesyu eins og stundum vill gerast (en þó sem betur fer er það ekki oft) Það er mikið skemmtilegra að ræða málið á rólegu og góðu nótunum, þannig að ef eitthvað pirrar ykkur, teljið upp að 10 áður en þið...

Hver er með kringluna? (7 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Af mbl.is “Auglýsingamerki utan á Másbakaríi í Þorlákshöfn var stolið aðfaranótt 17. júní. Merkið var kringla gerð úr fíbergleri. Utan um kringluna var vafin ljósasnúra sem einnig var tekin.” Þvílíkir vitleysingar hehe, fiberglass kringla! Án efa flott stofustúss hjá einhverum núna.<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

..:: Hundur óskast ::.. (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Við fjölskyldan erum að leita okkur að hundi/tík. Það er alveg skilyrði að hann sé góður í skapinu, má alls ekki flaðra, eða glefsa/bíta. Við erum helst að leita að hundi sem er fullvaxinn, en við skoðum allt. Má ekki vera kattabani, erum með kisu á heimilinu fyrir. Við höfum að bjóða .. - Næstum ótamarkað frelsi úti við (bý úti á landi) - Fólk sem er þaulvant hundum - Reynslu - Mikla löngun til að eignast rétta hundinn. Við hjónin eigum 3 börn, sem eru öll ljúf, og kunna að umgangast dýr,...

Íbúð standsett (12 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég er búin að vera á fullu núna að standsetja íbúð sem ég var að flytja í, og langaði að segja stuttlega frá því ævintýri. Þetta er rúmlega 130 fermetra raðhús, á tveimur hæðum, 3 svefnherbergi, geymsla/tölvuherbergi, eldhús, borðstofa og baðherbergi og gestaklósett. Íbúðin var orðin nokkuð illa farin, greinilegt að húsið lekur í miklum rigningum, og því var málningin skemmd hér og þar og komnar smá sprungur í veggina. Eldhúsið: Lítil eldhús, en ágætlega útfært þannig lagað, stór gluggi við...

Ekki senda inn kannanir! (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mig langar að biðja ykkur um að senda EKKI inn kannanir, þær kannanir sem verða sendar inn, verða ekki samþykktar. Það er biðlista fram í miðjan ágúst, og daglega berast að meðaltali 7-8 kannanir inn á áhugamálið. En endilega sendið áfram inn greinar, myndir og korka! :) Og munið að svara yfirvegað og eins kurteisislega og völ er á, það er of mikið um það hér að maður þurfi að eyða út vanhugsuðum og oft á tíðum ljótum og kvikindislegum svörum. Copy/paste er líka bannað .. sá sem verður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok