Nú í dag birtist á mbl.is niðurstöður úr skoðannakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði. Þar fær Samfylkingin 37,1% en Sjálfstæðisflokkurinn 33,1%. Fylgi hinna flokkana er svipað, nema hvað frjálslyndir halda áfram að bæta í, komnir yfir Vinstri-græna með 8,9% á meðan Vinstri-grænir eru með 8,7%. Framsóknarflokkurinn er hins vegar enn að tapa fylgi með 10,3% fylgi nú. Ég sem Sjálfstæðismaður fékk veikt fyrir hjartað þegar ég sá fyrirsögnina á mbl.is, en róaðist aðeins þegar ég...