“Össur tekur örlögum sínum eins og maður” eða eitthvað álíka var haft eftir formanni Samfylkingarinnar í kvöldfréttum dagsins. Skáldlegt, ja hérna, það lá við að maður klökknaði… eina nanósekúndu eða svo. Það var ansi skemmtilegt að hlýða á samantekt RÚV af fullyrðingum Ingibjargar um að hún ætlaði EKKI í formannsslag við Össur, o.s.frv. o.s.frv. En af því að hún komst jú ekki inn á þing, verður einhvern veginn að troða henni til valda, er það ekki? Skoðanakönnun er málið, jú meirihlutinn...