Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DVD Empire ? (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er að fara að panta mér nokkrar DVD myndir sem ekki er hægt að kaupa hérna heima og þær fást allar á ameríska Amazon (.com) og á DVD Empire. Ég ælta að panta þær allar frá sama stað þar sem það er dýrara að panta eina héðan og aðra þaðan. Ég hef verslað áður við Amazon og ekki lent í neinum vandræðum, hins vegar eru diskarnir aðeins ódýrari á DVD Empire. Hefur einhver hérna reynslu af viðskiptum við þá? Með hvorum mælið þið?

Uppáhalds vegamyndirnar (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta er eiginlega smá könnun hérna. Eigið þið einhverjar uppáhalds vegamyndir (Road Movies)? Ég hef mikinn áhuga á þessari tegund kvikmynda og er að safna í smá gagnabanka öllum þeim vegamyndum sem ég man eftir, því miður er ég ekki komin með mjög margar enn sem komið er. Það skemmtilega við vegamyndir er hve fjölbreyttar þær eru, allt frá hádramatískum myndum yfir í cult hryllingsmyndir, þannig að það er af nógu að taka. Hvernig skilgreinið þið annars vegamyndir? Hvað þarf mynd að...

Kannast einhver við kvikmyndina? (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er að leita að danskri kvikmynd sem ég veit ekki hvað heitir. Hún var sýnd í sjónvarpinu 1996-1997 og fjallar um ungmenni sem fara í yfirgefið hús (faðir einnar stelpunnar er fasteignasali) þar sem þau fara í morðingjaleik með labrab tæki, heyrnartól, gervibyssur og hnífa. Á sama tíma gengur morðingi laus í bænum og lögreglan reynir að hafa uppi á honum. Morðleikur krakkanna fer svo út í vitleysu þegar þau fara smám saman að týna tölunni. Ansi mörg atriði úr Sream eru tekin beint upp úr...

Ítalskur ísréttur (1 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér er einn einfaldur og góður ísréttur fyrir kaffiþyrsta sem getur ekki klikkað. Góður vanilluís Espresso Espressoinu er einfaldlega hellt heitu yfir ísinn (svo má líka hafa smá rjóma með eða mylja maltesers yfir). Þetta er líka hægt að fá á kaffihúsunum, panta bara vanilluís og einfaldan espresso…mmmmm.

Ferðalög, ferðalög, ferðalög (1 álit)

í Hugi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Fá áhugamálið ferðalög og framandi menning takk fyrir.

Grillað greip (0 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta ætla ég að prófa á grillið næst: Greip (rautt er víst betra, má þó vel vera hvítt) skorið í tvennt og sett á grillið. Smjörklípa (alvöru smjör, ekkert fjandans Létt og laggott!)sett í sárið og líka smá púðursykur (allt eftir smekk og tilfinningu). Látið vera á í svolítla stund þar til smjörið og sykurinn hafa bráðnað niður í aldinkjötið. Þetta er svo borðað með ís eða rjóma.

Roman Dirge (0 álit)

í Myndasögur fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Veit einhver hvort myndasögur eftir Roman Dirge eru seldar hér á landi? Mig langar að kaupa sögurnar um Lenore, the cute little dead girl. Hafið þið skoðað þær sögur eða eitthvað annað eftir Dirge eða Jhonen Vasquez?

Ferðalög og framandi menning (1 álit)

í Hugi fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Eru ekki hér einhverjir Frónbúar með útþrá sem myndu vilja fá ferðalög og framandi menningu sem áhugamál? Miðað við allar sólarlandaferðirnar ættu þeir allavega að vera nokkrir (hversu framandi sem sú menning er nú). Þetta er líka nokkuð opið áhugamál. Tjáið ykkur.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok