Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kvikmyndir - DVD (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Sci-fi og fantasíumyndin Brazil (1985) í leikstjórn Terry Gilliam er ein flottasta, furðulegasta og magnaðasta mynd sem gerð hefur verið. Hún var umdeild í upphafi, eins og svo mörg meistaraverk, og langur tími leið frá því myndin var kláruð og þar til hún var frumsýnd m.a. vegna deilna við framleiðendur. Það er skylda allra sannra kvikmyndaáhugamanna að láta þessa mynd ekki framhjá sér fara. “I don’t think I could make Brazil or anything like it again.” —Terry Gilliam

Bækur (0 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
William Faulkner er einn af fremstu rithöfundum Bandaríkjanna og eftir hann liggja mörg meistaraverk. Eitt þeirra, Ljós í ágúst, hefur komið út á íslensku í frábærri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar.

Páskakanína fannst í Elliðaárdalnum-taka 2 (2 álit)

í Gæludýr fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég reyndi að senda inn grein um kanínu á mánudagskvöldið en hún hefur ekki enn skilað sér. Þannig er mál með vexti að ég fór í göngutúr um páskana og fann sæta páskakanínu við bekk í smá rjóðri neðst niðri í Elliðaárdal. Mér finnst trúlegt að hún hafi sloppið úr búri í grenndinni eða þá að einhver “dýravinurinn” hafi losað sig við hana eftir að hann nennti ekki að hugsa um hana lengur. Ef svo er finnst mér finnst það alveg agalegt, fólk verður að taka ábyrgð á dýrum sem það tekur að sér. Það...

Páskakanína fannst í Elliðaárdalnum (7 álit)

í Gæludýr fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég fór í göngutúr í Elliðaárdalnum áðan(annan í páskum)og gekk þar fram á hvíta kanínu sem var að reyna að finna sér eitthvað æti í smá rjóðri. Hún var mjög gæf, greinilega gæludýr, og ég gat ekki hugsað mér að skilja hana eftir þarna svo ég tók hana með mér heim. Greyið var alveg glorhungruð og óhrein á snoppunni eftir að hafa verið að reyna að rífa upp eitthvað gras til að éta. Núna er hún í baðkarinu hjá mér með helling mat, vatn og handklæði til að liggja á. Málið er að ég get ekki haft...

Þöglar myndir (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hef verið áhugamanneskja um þöglar myndir síðan ég heillaðist af Harold Lloyd í Safety Last þegar ég var lítil. Þessi slapstick húmor fannst mér, og finnst enn, ótrúlega fyndinn, hann er svo mátulega fáránlegur og absúrd. Maður viðheldur algjörlega barninu í sér með því að horfa á þessar myndir. Buster Keaton, Chaplin, Laurel and Hardy, Harry Langdon og Harold Lloyd eru alveg milljón. Ekki má heldur gleyma hinni upprunalega svart-hvítu þöglu teiknimyndahetju kettinum Felix. Þegar ég komst...

DVD Empire ? (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég er að fara að panta mér nokkrar DVD myndir sem ekki er hægt að kaupa hérna heima og þær fást allar á ameríska Amazon (.com) og á DVD Empire. Ég ælta að panta þær allar frá sama stað þar sem það er dýrara að panta eina héðan og aðra þaðan. Ég hef verslað áður við Amazon og ekki lent í neinum vandræðum, hins vegar eru diskarnir aðeins ódýrari á DVD Empire. Hefur einhver hérna reynslu af viðskiptum við þá? Með hvorum mælið þið?

Uppáhalds vegamyndirnar (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta er eiginlega smá könnun hérna. Eigið þið einhverjar uppáhalds vegamyndir (Road Movies)? Ég hef mikinn áhuga á þessari tegund kvikmynda og er að safna í smá gagnabanka öllum þeim vegamyndum sem ég man eftir, því miður er ég ekki komin með mjög margar enn sem komið er. Það skemmtilega við vegamyndir er hve fjölbreyttar þær eru, allt frá hádramatískum myndum yfir í cult hryllingsmyndir, þannig að það er af nógu að taka. Hvernig skilgreinið þið annars vegamyndir? Hvað þarf mynd að...

Kannast einhver við kvikmyndina? (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er að leita að danskri kvikmynd sem ég veit ekki hvað heitir. Hún var sýnd í sjónvarpinu 1996-1997 og fjallar um ungmenni sem fara í yfirgefið hús (faðir einnar stelpunnar er fasteignasali) þar sem þau fara í morðingjaleik með labrab tæki, heyrnartól, gervibyssur og hnífa. Á sama tíma gengur morðingi laus í bænum og lögreglan reynir að hafa uppi á honum. Morðleikur krakkanna fer svo út í vitleysu þegar þau fara smám saman að týna tölunni. Ansi mörg atriði úr Sream eru tekin beint upp úr...

Góð þjónusta (11 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég var ekki viss hvert ég ætti að senda þetta inn svo þið verðið bara að afsaka ef ykkur finnst þetta ekki eiga heima á Deiglunni. Vegna þess hve fólk ef oft að tjá sig hér um leiðinlegt afgreiðslufólk eða viðskiptavini og/eða slæma þjónustu langar mig að koma með einn jákvæðan punkt inn í umræðuna. Þannig er mál með vexti að ég keypti skó í skóverslun sem heitir DNA og er í Kringlunni. Þegar ég kom heim var ég ekki alveg sátt við skóna svo ég fór aftur tveim dögum seinna og ætlaði að fá að...

Tollskyldur sendingarkostnaður (29 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Um daginn pantaði ég mér notaða myndbandspólu á netinu sem kostaði $5.99. Kjarakaup fyrir spólu sem ég er búin að leita að í ein 5 ár. Ég var ekkert alltof sæl að þegar ég uppgötvaði að sendingarkostnaðurinn undir hana frá Kanada til Íslands var meiri en verð sjálfrar spólunnar en lét mig hafa það þar sem ég vildi fyrir alla muni eignast þessa mynd. Sendingarkostnaðurinn nam $8.50. Samtals var þetta $14.49. OK. Svo fæ ég tilkynningu um að sendingin sé komin, sendi kvittunina í e-mail til...

Ólík menning, gagnkvæm virðing og hræsni öfgahópa (46 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég trúi á, og vil lifa eftir þeirri reglu, að maður eigi ekki að gera upp á milli fólks eða mismuna því vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, þjóðernis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðanna eða annarra skoðana. Þetta er í raun einföld regla sem byggist á því að koma fram við náungann eins og maður vill að hann komi fram við mann sjálfan. Þessi regla er nokkuð leiðandi stef í öllum trúarbrögðum sem ég kann einhver skil á. Þetta er þó einnig sú regla sem er hvað oftast brotin í mannlegum...

Ítalskur ísréttur (1 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hér er einn einfaldur og góður ísréttur fyrir kaffiþyrsta sem getur ekki klikkað. Góður vanilluís Espresso Espressoinu er einfaldlega hellt heitu yfir ísinn (svo má líka hafa smá rjóma með eða mylja maltesers yfir). Þetta er líka hægt að fá á kaffihúsunum, panta bara vanilluís og einfaldan espresso…mmmmm.

Ferðalög, ferðalög, ferðalög (1 álit)

í Hugi fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Fá áhugamálið ferðalög og framandi menning takk fyrir.

Grillað greip (0 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þetta ætla ég að prófa á grillið næst: Greip (rautt er víst betra, má þó vel vera hvítt) skorið í tvennt og sett á grillið. Smjörklípa (alvöru smjör, ekkert fjandans Létt og laggott!)sett í sárið og líka smá púðursykur (allt eftir smekk og tilfinningu). Látið vera á í svolítla stund þar til smjörið og sykurinn hafa bráðnað niður í aldinkjötið. Þetta er svo borðað með ís eða rjóma.

Britney Spears 2032 (9 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég vil bara benda þeim sem eru ekki alveg að höndla hana Britney og forðupoppkúltúrinn að kíkja á þessa síðu hjá Warner Brothers. Þar er stuttmyndin „Britney 2032“ og nokkrar velvaldar setningar úr smiðju poppdívunnar. http://www.warnerbros.com/pages/shortfilms/britney2032/play.jsp?ID=britney2032_movie Þetta er hin besta skemmtun! „Some of my outfits are so tight I can't wear underwear“ „I hope I don't make a mistake and manage to remain a virgin“ „I was so, like, whatever“ - Britney Spears

Roman Dirge (0 álit)

í Myndasögur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Veit einhver hvort myndasögur eftir Roman Dirge eru seldar hér á landi? Mig langar að kaupa sögurnar um Lenore, the cute little dead girl. Hafið þið skoðað þær sögur eða eitthvað annað eftir Dirge eða Jhonen Vasquez?

Ferðalög og framandi menning (1 álit)

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Eru ekki hér einhverjir Frónbúar með útþrá sem myndu vilja fá ferðalög og framandi menningu sem áhugamál? Miðað við allar sólarlandaferðirnar ættu þeir allavega að vera nokkrir (hversu framandi sem sú menning er nú). Þetta er líka nokkuð opið áhugamál. Tjáið ykkur.

Sinnuleysi íslenskra neytenda (15 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er alveg með eindæmum hvað íslenskir neytendur láta taka sig í rassgatið…afsakið orðbragðið. Í hinu margumrædda og umdeilda góðæri höfum við, að því er virðist, sætt okkur við endalausa hækkun á matvöru, bensíni og öðrum nauðsynjum, mun meiri hækkun en eðlilegt getur talist og viðgengst í þeim löndum sem við berum okkur saman við á hátíðisdögum. Og hvað gerum við. Í mesta lagi fussum við og sveium við eldhúsborðið eða í sófanum heima og bölvum stjórnvöldum og þeim stórfyrirtækjum sem...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok