Já ég ætla að reyna að útskýra eftir minni bestu getu, hvernig maður á að gera HDR mynd. Jæja við skulum byrja á stóru köllunum með SLR hlunkana. Þið þurfið þrífót í verkefnið, stillið vélina þannig litla prikið er á 0 og takið mynd af viðfangsefninu, næst skulið þið hreyfa við hraðanum (EKKI LJÓSOPINU) þannig prikið fari á +2, og síðan stillið þið hraðan þannig prikið er farið á -2, alltaf hafa sama ljósop. Síðan má auðvitað taka mynd á öllum stoppum -1 -2 0 +1 +2 og jafnvel fara lengra....