Jújú, við erum 3 hérna. Og svo er einn strákur að koma sterkur inn. En ég hringi í kauða á morgun og heyri í honum. En já, það er eitthvað drullumall hliðina á bíóinu sem við strákarnir ætlum að reyna að búa til eitthvað DJ
Smíðakennarinn okkar leyfir okkur ekki að gera stærri ramp. Við þurfum sjálfir þá að redda okkur efni og búa til sjálfir. En já, við ætlum í sumar að reyna að moka dirt jump. Annars erum við voða fáir sem stundum þetta og ekki allir sem vilja aðstoða okkur með þetta. Ég er búinn að reyna að redda fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Fjarðabyggðar um skatepark. Hann er mjög jákvæður þeirri hugmynd. En við erum sjálfstæðir í þessu og engin fullorðinn sem vill og nennir að hjálpa okkur.
Þetta var okkar fyrsta reynsla af svona löguðu. Við höfum ekki komist í stór stökk, pörk eða neitt. Við reynum bara að gera það mesta úr því sem við höfum hérna fyrir austan.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..