Ég tel það við hæfi að hefja þennan kubb með umfjöllun um mann sem er óumdeilanlega einn allra besti skákmaður skáksögunnar og af mörgum talinn sá besti. Kasparov hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna, hann er margfaldur heimsmeistari FIDE, stigahæsti skákmaður í heimi til margra ára, margfaldur ólympíumeistari með Sovétríkjunum og svo Rússlandi og síðast en ekki síst sigursælasti mótaskákmaður síðari ára. En hvað er það sem gerir þennan mann svo góðan, hvað er það sem aðgreinir hann...