Það er fullt af hlutum í þessari reglugerð sem þarf að laga. Það er eins og þú minntist réttilega á fáránlegt að þeir sem hafa leyfi til að bera og eiga skotvopn megi ekki eiga þetta leikfang. Það er líka talað um að ekki megi geyma merkjarana og kúlurnar saman þó að það sé enginn sprengikraftur í kúlunum. Það er allskonar misfærslur í þessari reglugerð. Það er bara að nenna að bera sig eftir því að þetta verði leiðrétt.
Ef sð þið farið og spilið í Kópavogi þessa daganna þá getur verið að þið sjáið reyk koma út úr hlaupinu þegar hleypt er af. Það er útaf því að CO2 þolir ekki svona kulda. Ekki það að það sé orðið kalt nú þegar, heldur ræður CO2 ekki við þetta. <br>Það hljóta að vera uppi áform um að spila í vetur. Annað væri hreinlega hálf vitlaust.
Það að F1 er að fara á Stöð2 eru ekki góðar fréttir. Stöð2 er meira að segja með auglýsingar inní The Simpsons. Þannig að það má allveg búast við lengri og fleirri auglýsingartímum.
Það er ekki diskurinn sem maður er að keppast að. Stigin safnast bara saman ef að maður er að taka þátt í umræðunni. Maður þarf ekkert að vera neitt geðveikt aktífur til að ná 1000 stigum. Það er bara að vera með og svara svona greinum eins og þú ert að skrifa þegar lítið er að gera í vinnuni. :-) Góðar stundir… Xavier@hugi.is
Ég verð að vera ósammála. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Hún var of fyrirsjáanleg og það var ekkert sem kom á óvart. Ég verð þó að segja, mnyndinni til góðs, að leikurinn var mjög fínn og það var ekkert um óþarfa sprengingar eða þvíumlíkt. Ég mæli með þessari mynd… á video.
Það er gamla góða setninginn sem dugar á danina “Welcome to Iceland, I hope you lose!” Það er bara að fjölmenna á völlinn 2. ágúst. Þetta hefur alla burði til að verða hörkuleikur.
Þetta er búið að vera hálf sorglegt að fylgjast með Skaganum í sumar. Varaliðið stóð sig stórkostlega í æfingarleiknum á móti Stoke og skoraði fallegt mark. Það er ótrúlegt að horfa á þessa sóknartilburði skagamanna í sumar. Það er eins og allur kraftur fari úr mönnum þegar þeir komast inná fremsta þriðjung vallarins. Það þarf verulega að hrista upp í liðinu ef að áhorfendum á ekki að fara að fækka verulega.
Það er bara að halda áfram og klára dæmi. Halda sér í þessum styrkleikaflokki. Síðan hefjast aftur handa fyrir næsta mót. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en það er miklu verra að falla um styrkleikaflokk. ÁFRAM ÍSLAND
Það eina sem að ég get sagt að þetta á eftir að vera spennandi til síðasta kappaskturs. Þeir verða hnífjafnir þanngað til. það hefði ekki verið neitt gaman ef að úrslit væru ráðin nú þegar. Það vantaði spennu í timabilið og Hakkinen er virkilega búinn að standa sig þegar M. Schumacher er ekki búinn að fá stig eða klára keppni. Þetta er bara gaman
Þetta var mjög sanngjörn niðurstaða… Hakkinen keyrði mjög vel þennan dag og áttu fyllilega skilið að vinna. Það var bara klúður hvort heldur hjá liðinu eða FIA að innsiglið vantaði.
Button á eftir að fá meira sjálfstraust í keppni og í rigningu. Þetta er allt að smella hjá honum og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig hjá Benetton sérstaklega núna þegar Benetton er að koma með nýja vél fyrir næsta tímabil.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..