Gourry, ég er á því að stöð eins og Skjáreinn fellur undir allt annan flokk en RÚV. Skjáreinn má vera að senda út auglýsingar 24/7 fyrir mér. Ég er ekki að borga fyrir SkjáEinn. Ég er hinsvegar að borga ákveðna upphæð til RÚV í hverjum mánuði hovrt sem mér líkar betur eða verr. Þar af leiðandi finnst mér fáránlegt að þeir fari að skjóta auglýsingum inní dagskránna. Á hinum norðurlöndunum eru engar auglýsingar inní þáttum á ríkisstöðvunum. Afhverju þarf Ísland að vera brautriðjanddi í þessu??...