Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur, maður heldur alltaf að grasið sé grænna hinumegin. Eftir því sem maður verður “eldri/þroskaðari” og verður sáttari við sjálfan sig, verður lífið og tilveran notalegri. Að geta verið út af fyrir sig, verið einn með sjálfum sér, þykir sumum mjög eftirsóknarvert. Hvernig týpa ert þú. Hugsaðu um hvernig þú lékst þér sem barn. Áttir þú það til að detta inn í ímyndaða veröld til dæmis með bók í hendi eða í einhverjum leik einn með sjálfum þér...