Þar sem ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar fannst mér um að gera að fjalla stuttlega um einn mesta snilling hljómborðsins og mitt uppáhalds tónskáld, Sergei Rachmaninov. Sergei Rachmaninov var ekki aðeins einn besti píanóleikari 20. aldarinnar heldur einnig síðasti fulltrúi rússnesk-rómantísku stefnunnar, sem Tchaikovsky og Rimski-Korsakov eru helstu fulltrúar fyrir. Fjölskylda Rachmaninovs var upphaflega auðug en lenti í fjárhagserfiðleikum vegna eyðslusemi föður hans og álagið í...