Sólin kvaddi mig með handabandi rétt í þessu. Hvíslaði í eyra mitt að hún væri búin að fá nóg af sjálfri sér, nóg af birtunni sem heldur mannkyninu gangandi. Nokkrum andartökum síðar var hún flúin á brott, í óendanlegan flótti frá sjálfri sér. Ósigrandi barátta tilfinninga sem skipta hvort eð er engu máli þegar uppi er staðið, en hvað með það. Hún er farin en innst inni veit ég að hún mun koma vesalingsleg til baka, því það gerir hún alltaf. Brotthvarf birtunnar snertir mig ekki hið minnsta,...