Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Wiggi
Wiggi Notandi frá fornöld Karlmaður
384 stig

The Euro - The Facts (14 álit)

í Fjármál og viðskipti fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Evrópusambandsaðild hefur verið mjög umdeild meðal fólks í Bretlands. Í framhaldi af þeirri deilu var stofnaður stjórnmálaflokkurinn UKIP eða Sjálfstæðisflokkur Breta (United Kingdom Independence Party) sem svar við Evrustefnu bæði Verkalýðsflokksins og Íhaldsflokksins. Ástæðan er sú að Evruaðild hefur í för með sér breytingar á lagaumhverfi og hömlur á sjálfákvarðanatöku aðildaríkja. Evrópusambandið tengist sterkt “Communitarianism” stefnunni, þannig að allir innan þessa bandalags ganga...

Litið til baka á 11. September 2001 (233 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Nú líður að þeim tíma ársins að fjölmiðlar fara aftur að minnast árásinnar á Tvíburaturnanna þann 11. September 2001. Nú þegar hefur komið nýtt myndband frá Osama Bin Laden og það má búast við fleiri tilvitnunum í fréttum sem minna á árásirnar á næstu dögum. Það sem gerðist þennan dag, eins og flest allir vita nú þegar, var að tvær farþegaflugvélar skullu á turnana sem hrundu svo niður. Fréttamyndir af þessum atburði hafa verið sýndar margsinnis og mikið hefur verið fjallað um yfirlýsingar...

Leyniþjónusta Bandaríkjanna (56 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég mæli með að allir horfi á þessa heimildamynd frá 2006 um CIA. Hún var sýnd á bresku Sky sjónvarpsstöðinni og í henni er m.a. talað við fyrrverandi CIA leyniþjónustumenn. Secrets of the CIA Það er vel skjalfest að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur brotið hefðbundin hegningarlög, lög stjórnarskrárinnar og almenna stríðssáttmála. Hér er um að ræða svokallaðar “svartar aðgerðir” eða “black operations”. Orðið “svart” táknar hér “ólöglegt” og “undirheima-” eins og maður þekkir frá hugtökum eins...

Rannsóknir á hinu yfirnáttúrulega á 21. öldinni (18 álit)

í Dulspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Margt fólk sem skrifar hérna heldur annaðhvort að ýmiskonar yfirskilvitlegir hlutir hafi verið vísindalega sannaðir eða þá halda aðrir að þessu hafi öllu verið afneitað af vísindunum og sé bara kerlingabækur nú til dags. Báðir hóparnir hafa rangt fyrir sér.. þó hefur seinni hópurinn meira rétt fyrir. Sumir vísindamenn harðneita öllu í þessum dúr en má segja það sé gert meira vegna heimspekilegra skoðanna þessara manna en ekki vísindastarfa þeirra. En ég ætla hérna að stuttlega fjalla um þau...

Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...?? (60 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hugleiðingar um viðbrögðin við 11. september og mannlegt eðli almennt :-P Hversvegna var þjóðarsorg.. nei fyrirgefið alheimssorg þegar hryðjuverkin áttu sér stað í BNA. Allir (heimurinn) vorkenna (sína samúð) vinsæla og sterka krakkanum (bandaríkjunum) til að vera vinsæl.. eða verða ekki lamin af hinum krökkunum(ehh.. nató?)! Það er vitleysa að ætla það að allir hafi verið svona ofsalega sorgmæddir og heimurinn hafi verið fylltur “ofsiðferði” (við erum einfaldlega ekki jafn siðleg og við...

Race specialist war: óvænt úrslit (3 álit)

í Blizzard leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fyrir stuttu síðan var birtur listi yfir bestu StarCraft spilarana í heiminum og var þá terran spilarinn SlayerS_'BoxeR' í fyrsta sæti og terran spilarinn TheMarine í öðru. Til gamans má geta þá minnir mig að protoss spilararnir hafi komið á eftir en zerg pro-spilararnir verið fremur neðar en hinir. Einu sinni voru líka toss spilararnir (grrr…) þeir bestu í heiminum en ég man ekki eftir því að zerg spilari hafi nokkurn tíma vermt það sæti. Núna virðist þó enn einn umsnúningurinn vera á...

Endir Dulspekinnar (11 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Úff það er langt síðan ég skoðaði þessa síðu seinast. Núna var ég að taka eftir nýjum möguleika: “skoða fleiri greinar eftir höfundinn”. Alltaf er eitthvað nýtt dótarí að bætast við á þetta vefheimili. Ég ákvað að nota þessa nýju tækni og skoða mínar eigin greinar. Og viti menn! Mig sem minnti að greinarnar mínar hefðu verið svo sniðugar og skemmtilegar en nú fannst þær vera hörmulega leiðinlegar og tilgangslausar. Eyðsla á tíma mínum! Hvers vegna var ég í fyrsta lagi að snúa mér að þægilegu...

Mannshugurinn (1 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Halló, ég heiti Vera en er kölluð Gera. Ég á heima í litlu húsi með móður minni og föður. Mamma Mömmu og pabba þykir alveg voðalega vænt um mig. En mamma á við dálítið vandamál að stríða. Það mætti nefnilega halda að henni þætti bara vænt um mig en sé alveg á sama um annað fólk. Hún myndi jafnvel hylma yfir mér þó hún vissi að ég væri alræmdur glæpamaður. Jafnvel þó ég væri fjöldamorðingi! Hún lýgur oft að öðru fólki þegar ég lendi í vandræðum. Pabbi Pabbi segir hinsvegar alltaf sannleikann...

Hið dularfulla 20 milljóna trikk??? (31 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þegar ég var að spila Baldur's Gate 2 þá seldi ég eitt sinn sverð sem ég átti á 20 og-eitthvað milljónir! Það átti samt bara að kosta nokkra þúsara. Ég hef bara einu sinni náð að gera þetta og það var fyrir algera tilviljun. Enginn sem ég þekki hefur náð að selja hlut á svona mikið. Ég held að þetta sé einhverskonar leyni trix sem höfundarnir hafa fundið uppá. Eða þetta sé bara galli í leiknum. Eftir þetta atvik þá þurfti ég aldrei aftur að hugsa um peninga eða að selja hluti. Ég átti alltaf...

Hús morðingjans (4 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Draumur Mig dreymdi. Ég var inni í húsi. Húsið virtist vera yfirgefið. Það var virkilega dimmt þarna inni, allt virtist vera gamalt og yfirgefið þarna og gólfið var moldugt. Þarna inni var þungt loft og var það mettað einhverskonar rotnunarfýlu sem ég gat ekki nákvæmlega staðsett. Ég býst ekki við því að nein geðheil manneskja myndi nokkurntíma búa í þessari holu. Kjallarinn Ég sá ekki greinilega allt þar inni þar sem frekar dimmt var, ég tók þó samt eftir inngangi sem leiddi niður í...

Mín skoðun á sálförum (9 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 12 mánuðum
<BR> Ég trúi því fullkomlega að fólk verði fyrir svona reynslum, en hvernig á að útskýra þær veit ég ei. En mín persónulega skoðun á þessu er að þetta sé ástand sem ekki er ósvipað skýrdreymi, en þó ekki alveg sami hluturinn. <BR> Ég er alveg viss um að fólk sé ekki geðveikt (ég veit um fólk sem hefur lent í þessu og það sýnir ekki almenn merki geðveilu) þó það verðir fyrir þessu og þeir sem vilja halda því fram um fólk sem hefur lent í svona vita ekki hvað geðveiki er. Þeir hræðast bara það...

Magick eða "alvöru galdur" (5 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum
Magick eða “alvöru galdur” er hálferð heimspeki sem fjallar um það að fólk geti haft áhrif á umhverfi sitt með hugviljanum einum saman. Eiginlegur upphafsmaður magick mun hafa verið Aleister Crowley. Þó að sumir hafi haft svipaðar hugmyndir um að það væri til “alvöru galdur” þá er það Crowley sem gerði þessa speki vinsæla. Hann bjó einnig til hugtakið “magick” sem skilgreiningu frá orðinu “magic” til að ruglast ekki á sviðsgaldri og alvöru galdri. <BR> <BR> Wicca trúin er ein mynd...

Satanismi sem andleg iðkun? (20 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum
Ég hef eiginlega ekkert á móti hinum 9 satanísku yfirlýsingum og hef lesið satanísku biblíuna eftir hann Anton og finnst hún bara vera fínasta lessnifti. <BR> <BR> En þó tek ég hana ekki nær eins alvarlega eins og meðlimir Satanísku kirkjunar og aðrar satanískar trúarbragðahreyfingar. Mér finnst nútíma Satanismi vera ágætur sem heimspeki en finnst það þó vera hlægilegt þegar fólk flokkar satanisma undir trúarbrögð. <BR> <BR> Og ef eitthvað af fólkinu hérna á dulspeki hefur áhuga á að verða...

Er Satanismi inn eða út? (14 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Er satanismi inn eða út? Hvað finnst fólki? Er einhver hérna satanisti? Einhver sem aðhyllist skoðanir Anton Szandor LaVey eða fílar temple of Set? Ef þið eruð satanistar, hlustiði þá líka á þungarokk eða einhverskonar harðkjarna, eða kannski Manson? Og fremjiði einnig svartagaldur eða haldiði einhverskonar athafnir tengdar satanisma? Ég er mjög forvitinn..

Korkar hér á dulspeki (8 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ég vildi bara byðja fólk um að fara líka á korkana (forum) hér á dulspeki. Fólk sendir bara inn endalausar greinar en engar almennilegar umræður ná að myndast í því formi. Vinsamlega: FARIÐ Á KORKANA!!!!

Hugsanaflutningur (5 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Nú hafa flestir Íslendingar áhuga á draugum og forynjum. En hefur einhver áhuga á hugsanaflutningi (telepathy)? Telur einhver sig hafa orðið fyrir reynslu af hugsanaflutningi? <P> Ég? Jú ég tel mig hafa orðið fyrir fyrirbærinu. Ég hef þó ekki haldgóðar sannanir. En hvað segir fólkið? Er fólkið bara í spíritismanum eða hefur fólk einnig áhuga á esp? Endilega látið mig vita. Ef fólk veit ekki upp né niður um hvað ég er að tala um þá væri sniðugt ef það læsi bækur eftir Harold Sherman eða færi...

Dulspekileg félög og fl. (0 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Nú er Sálarrannsóknarskólinn (og félagið) starfrækur í Rvk. og er hann bara slatta frægur. Magnús Skarphéðinsson (bróðir Össurar) er “bossinn” þar. Ég veit dálítið fyrir mér í sambandi við þann skóla og þau fræði sem þar eru kennd. Ég hef nefnilega hringt þangað og fengið upplýsingar og síðan fór pabbi minn líka á eitt námskeið í skólanum. Mér líst bara ekkert á þau spíritista fræði. Ég er á frekar á móti spíritisma, enda er ég nokkuð langt frá því að vera spíritisti. Spíritismi snýst mikið...

Innhverf íhugun (5 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Ég er að lesa bókina Vísindin um veruna og listin að lifa eftir Maharishi Mahesh Yogi (næstum búinn með hana). <BR> <BR> <BR> <P>Hún fjallar um heimspekina í kringum innhverfa íhugun, en ekki er fjallað einu orði um hvernig eigi að stunda íhugunina. Ef maður vill <U>læra</U> innhverfa íhugun þá verður maður að hafa samband við einhvern “skóla” sem kennir þessa list (innhverf íhugun á Íslandi:<A TARGET=0 HREF=www.yoga.is>www.yoga.is</A>). <P>Hver er heimspekin á bakvið innhverfa íhugun? Jú...

Dulspeki-heimasíðan mín (4 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Hérna er heimasíða sem ég er að vinna að um dulspeki:<A HREF=dulspeki.freeservers.com/dulspeki>Dulspeki</A

Forvitinn um fólkið hér í dulspeki horninu (4 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Jæja mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvað fólkið hérna á dulspeki hefur mestan áhuga á. T.d. draugum? Eða geimverum, sálförum, miðilsfundum, skýrdreymi, líkamningum, hugleiðslu, göldrum, hugsanaflutningi eða alskyns ráðgátum?? Og hvað trúir fólk hérna á? Trúirðu á álfasögur? Eða drauga? Allan pakkann eða ekki neitt? Eða ertu kannski óákveðin/n? Mín skoðun á dulspeki: Ég held að flestir miðlar séu annaðhvort svikahrappar, andlega óstöðugir eða bara sjálfsefjuð grey. En ég á samt eftir að...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok