Við höfum yfir að búa heila með mikla vitsmuni og svo til óendanlega getu. Það hefur í för með sér afskaplega góða kosti, ef fólk notar hann samviskusamlega, en ég ætla ekki að tala um þetta þannig, heldur kannski frekar þær erjur sem heilinn lætur okkur há innra með okkur. Við sem manneskjur höfum alltaf þurft að fá svör við öllu, hvernig er best að gera hitt og þetta, endalaust stress og fullkomnunarárátta. Og það sem við finnum ekki svör við, truflar okkur í daglegu lífi þar til svarið er...