Það er nánast öruggt að hagstætt er að kaupa hlutabréf núna með það í huga að eiga þau í 1-4 ár. Verð hlutabréfa hefur hækkað jafnt og þétt undanfarið rúmt hálft ár, og þess eru mörg merki um að hin klassíska íslenska efnahagssveifla sé komin í uppstefnuna. Rúsínan í pysluendanum er síðan Kárahnúkavirkjun, sem á eftir að hækka gengi í íslenskum fyrirtækjum svo um munar meðan á framkvæmdum stendur, þ.e. næstu 2-3 árin. Hvað á venjulegur launamaður að gera sem hefur enga sérstaka innsýn inn í...