Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Violet
Violet Notandi frá fornöld 32 ára kvenmaður
2.324 stig
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."

Síðasti séns fyrir jólasögukeppni! (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Koma svo allir! Skellið í eina 800 orða jólasögu og sendið inn, fresturinn rennur út á morgun, 25. desember! Þannig þið hafið möguleika á að skrifa í rólegheitunum á jóladag ef stressið í dag er of mikið :) Reglurnar eru einfaldar: * Frumsamin og áður óbirt saga eftir Huga notanda. * 800 orð er hámark. * 1 saga per Huga notanda. * Skilafrestur er 25. Desember. * Merkið allar sögur í titli með *Jólasaga* Hlakka til að lesa sögurnar frá ykkur! Kveðja, Violet

Gleðileg Jól :) (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 1 mánuði
Gleðileg jól elsku smásagna unnendur! Við vonum að þið hafið það sem best um jólin og nýtið ykkur kannski fríið í að skrifa eitthvað meistaraverk :) Jólakveðja, Violet og anita23

Jólasögukeppni! (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 1 mánuði
Jæja krakkar mínir. Það er kominn tími á létta jólasögukeppni. Sagan á að vera hámark 500 orð og fjalla um jólin, þannig þetta ætti ekki að vera of flókið :) Skilafrestur er 24. desember! Ég vona að sem flestir gefi sér tíma til þess að taka þátt :) Kveðja, Violet

Úrslitin ráðin! (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Jæja, nú er loksins komið að því að birta úrslitin úr greinakeppninni. Tveir dómarar duttu út og þess vegna tók þetta svona langan tíma. En hérna eru þau: 1. Gleði - stingvar 2. Hlátur - loevly 3. Hopputröllið og gleðivaðlan - Sapien Til hamingju með þetta stingvar! Ég vil þakka ykkur þremur sem tóku þátt innilega fyrir að sýna áhuga og vera með. Áhuginn fyrir þessari keppni er að minnka og ég efast um að haldin verði önnur keppni í næsta mánuði. Það er bara alls ekki nógu mikill metnaður í...

Könnunin komin upp (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Eins og ég lét ykkur vita í síðustu tilkynningu þá gildir mat ykkar á smásögunum í greinakeppninni 50% á móti dómnefndinni. Endilega kjósið og gerið það samviskusamlega. Könnunin verður uppi þangað til 14. október, en lengur ef ekki nóg af atkvæðum hafa borist inn. Hérna eru linkar á sögurnar ef þið eigið eftir að mynda ykkur skoðun: Hlátur - loevly Hopputröllið og gleðivaðlan - Sapien Gleði - stingvar Svo vil ég líka minna ykkur á að þið megið senda umsögn á mig í einkaskilaboðum sem...

Fresti greinakeppninnar lokið! (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Jæja, nú er september liðinn og greinakeppninni lokið. Samtals bárust inn þrjár smásögur og vil ég þakka Sapien, stingvar og loevly kærlega fyrir þáttökuna. Þið getið klikkað á linkana hérna fyrir neðan til að lesa sögurnar og myndað ykkur skoðun á þeim, þar sem ykkar álit gildir 50% á móti dómnefndinni. Könnun verður sett upp stuttu eftir helgi. Hlátur - loevly Hopputröllið og gleðivaðlan - Sapien Gleði - stingvar Dómnefndin samanstendur af stjórnendunum og gestadómara, notanda að nafni...

Dómar úr síðustu keppni.. (4 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það kom upp að keppandi fór að spurja um hvenar dómarnir úr síðustu greinakeppni yrðu birtir, til að forðast meiri rugling þá ákváðum við að setja tilkynningu um málið. Dómar fyrir síðstu keppni verða ekki birtir. Það stafar bæði útaf því að það var svo mismunandi hvernig hver dómari dæmdi, sumir gáfu aðeins uppröðunina, sumir gáfu líka gagnrýni með. Það voru ekki nógu samhent vinnubrögð og þetta var ekki alveg nógu vel skipulagt, þannig við höfum ekkert til að birta. Við hefðum getað sest...

Nýr stjórnandi (1 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Sæl veriði hugaskáld! Í dag fékk ég þá tilkynningu að ég hefði verið skipuð stjórnandi hérna inná /ljod. Ég sé að einnig hefur Sapien fengið sömu stöðu og vil ég óska honum til hamingju með það. Eins og er þá eru nokkrar greinar í bið sem eru alveg frá því í ágúst og verða þær samþykktar á næstu dögum og þar með fyrstu störfin fyrir nýju stjórnenduna. Enda var ég hissa á því hvað fá ljóð voru búin að koma inná áhugamálið núna undafarið. Að lokum vil ég bara segja að ég vona að ég eigi eftir...

September og ný greinakeppni! (2 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Jæja, þá er komið að því. Í dag hefst ný greinakeppni! Þar sem allar tillögurnar í könnuninni voru frekar jafnar þá höfum við stjórnendur valið eitt þemað sem fékk flest atkvæði og það er GLEÐI. Fresturinn er svo til 30. september kl. 23.59. Ætlunin er svo að næsta greinakeppni byrji daginn eftir, þann 1. október. Í þetta skipti verður keppnin örlítið öðruvísi. Eins og þið hafið tekið eftir þá fengu þið að senda inn tillögur um þema og síðan var sett upp könnun sem stóð í viku. Við erum búin...

Hvað skal næsta þema verða? (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Jæja, núna nálgast september og ný greinakeppni. Við stjórnendur erum búnir að tala saman og höfum ákveðið að breyta aðeins til. Við ætlum að leyfa ykkur þáttakendum og notendum að ákveða með okkur þemað. Sendiði endilega hugapóst á mig, Violet, með ykkar hugmyndum fyrir næsta þema. Svo setjum við upp skoðanakönnun þar sem allir fá að kjósa um hvaða þema verður fyrir valinu. Ef nokkur þemu fá mörg atkvæði þá getum við geymt hið næst mest kosna fyrir næstu keppni eða jafnvel endurtekið...

Úrslit! (25 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Jæja, núna eru úrslitin loksins komin í hús! Þetta var mjög góð keppni og bárust samtals 5 smásögur inn. Við viljum þakka öllum fyrir þáttökuna og skemmtilega keppni. Niðurstaða dómnefndar hljóðar svona: 1. sæti Þeim sem er treyst - Sapien 2. sæti Svik um svik - loevly 3. sæti Týpísk verðlaunasaga - Rhayader Fyrstu þrjú sætin fá stig í verðlaun, það fyrsta 150 stig, annað 100 stig og það þriðja fær 50 stig. Það gæti tekið smá tíma fyrir stigin að skila sér. Til hamingju Sapien, loevly og Rhayader :)

Seinkun á úrslitum (0 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Það er búið að vera frekar mikil seinkun á birtingu úrslita úr greinakeppninni eins og þið hafið örugglega tekið eftir. Það er einfaldlega útaf fjarveru margra stjórenda núna í ágúst. En við erum núna að vinna í því að birta úrslitin sem fyrst og ég vil þakka þolinmæðina. Kveðja, Violet

Nýr stjórnandi! (4 álit)

í Harry Potter fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Sælir Harry Potter aðdáendur! Núna í dag fékk ég þau forréttindi að fá stjórnunarstöðu hér á /hp. Þetta áhugamál hefur alltaf verið mér kært og mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá hvernig það hefur visnað og virknin minnkað til muna. Við því mátti nú auðvitað búast eftir að sjöunda bókin var gefin út en við getum ennþá hlakkað til komu Deathy Hallows myndanna og verið dugleg að senda inn efni. Það væri gaman að vita ef einhver áhugi er fyrir að virkja einhverja af þessum gömlu kubbum sem...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok