Ég myndi fá mér Les Paulinn. Ég á Epiphone Les Paul Custom og hann er bara frábær í alla staði, kannski pínu þungur, en það venst. Ég myndi líka fara varlega í það að fá mér gítar með floyd rose. Þó það sé gaman að leika sér með það, getur það einnig verið heftandi, leiðindi þegar þig langar að skipta um stillingar og því um líkt. En af þessum Floyd Rose gíturum myndi ég líkast til fá mér Ibanez RG350, hálsinn á honum er mjög þægilegur og hann soundar bara ágætlega. En mundu bara að prófa...